Heil og sæl - Þemahefti um heilbrigði

OPNA 2. Er þetta raunveruleiki og daglegt líf þessa fólks? Möguleikar okkar til að breyta og stjórna líkamanum eru ekki endalausir – við erum ekki gerð úr leir. Við fæðumst öll ólík og það er ekki hægt að „fótósjoppa“ raunveruleikann. Spáir þú í hlutina? Hversu læs ertu á umhverfi þitt? Hversu gagnrýnin(n) og sjálfstæð(ur) ertu í hugsun? Gerir þú eitthvað sem þú veist að er ekki endilega gott eða hollt fyrir þig til þess að þóknast öðrum eða ögra öðrum? Nefndu dæmi um erfiða og mikilvæga ákvörðun sem þú hefur tekið algjörlega sjálfstætt og lést ekki foreldra og ættingja, félaga, fjölmiðla eða fyrirmyndir hafa áhrif á þig. Nefndu dæmi um eina ákvörðun sem þú gætir tekið í dag sem þú veist að myndi hafa jákvæð áhrif á heilsu þína. Hverju getur þú EKKI stjórnað? Hverju getur þú stjórnað? Hvernig líður þér? Andlega heilbrigður einstaklingur er sáttur við sjálfan sig og umhverfi sitt, hann upplifir jafnvægi, öryggi, ánægju í lífi og starfi og hefur getu til að aðlagast breytingum. Hvað er hamingja í þínum huga? Hvernig stuðlar þú að eigin hamingju? Hvað gerir þú þegar þér líður illa? Hvað gerir þú þegar öðrum líður illa? Í hvaða aðstæðum eða með hverjum geturðu verið algjörlega þú sjálf(ur)? Aðeins þú stjórnar hvernig þér líður! … mér líður vel í eigin skinni

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=