Heil og sæl - Þemahefti um heilbrigði
Í íþróttum eiga allir að mæta jafnir til leiks óháð trú, kyni, kynþætti, kynhneigð eða holda- fari. Þannig getur góð íþrótt eytt fordómum, staðalmyndum, menningarmun, umburðaleysi og mismunun. 9. OPNA Sú einfalda staðreynd að konur geti stundað svokallaðar „karlaíþróttir“ hefur átt þátt í að eyða ýmsum staðalmyndum af hlutverkum kvenna og muninum á körlum og konum. Af hverju leggja knattspyrnusambönd áherslu á að leikurinn sé án fordóma? Hvernig geta stuðningsmenn íþróttaliða verið hvetjandi og stuðlað að samkennd og gagnkvæmri virðingu? Góð íþrótt gulli betri. Betra er að falla með sæmd en sigra með svikum. Hvernig tengjast þessir málshættir íþróttum og íþróttaiðkun?
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=