Heil og sæl - Þemahefti um heilbrigði

Hvaðan kemur maturinn? Sanngjörn viðskipti Hvað er það? Íslendingar voru einu sinni nýlenduþjóð sem bjó við kröpp kjör. Mikið af þeirri matvöru (lambakjöt og fiskur) sem við öfluðum var seld erlendis á lágu verði. Sérðu eitthvað athugavert við það að bændur í Afríku, Asíu og Suður-Ameríku sem rækta matvöru sem við kaupum búi við fátækt? Eru það mannréttindi þeirra að fá mannsæmandi laun fyrir vinnu sína? Ýsa – veidd í Eyjafirði Kartöflur – ræktaðar í Þykkvabæ Smjör – mjólkin úr Ölfusi en fullvinnsla í Reykjavík Tómatsósa – frá Bandaríkjunum Salt – frá Bretlandi Rúgbrauð – frá Hafnarfirði, kornið að mestu frá Danmörku. Styður þú Sanngjörn viðskipti (Fair trade)? Hvers vegna? Hvers vegna ekki? Hvaðan kemur maturinn sem þú borðar? Hvað hefur hann verið fluttur langa vegalengd áður en hann kemst á diskinn þinn? Hvaða kostir eru við það að hráefni sé flutt eins stutta vegalengd og kostur er áður en það er matreitt? Tómatsósa frá Bandaríkjunum Mangó frá Brasilíu

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=