Hauslausi húsvörðuinn
94 stað. Þú ert svo mikil græjukelling. Verulega flink með snúrur og takka. Það hefurðu frá pabba þínum. Og afa þínum auðvitað. Ætli þú verðir ekki fínasti vélfræðingur, eða rafvirki.“ Sólveig hugsaði málið. Hún hafði ætlað í Kvennaskólann í Reykjavík eftir útskrift. En það var aðallega til að elta Sesar. Kannski væri skemmtilegra að fara í Tækniskólann. Sólveig hafði í raun bara viljað fara í menntaskóla til að komast langt í burtu frá Skarðshöfn. Í Tækniskól- anum gæti hún hins vegar lært eitthvað sem gagnaðist í framtíðinni. Eitthvað sem hún væri góð í og hefði áhuga á. Hún ætlaði að senda inn umsókn á morgun. En núna vildi hún bara faðma ömmu. Amma stóð upp og leit út um gluggann. „Veðrið er að skána. Komum þér heim og undir sæng.“ Sólveig stökk á fætur og faðmaði gömlu konuna að sér. Hún myndi ekki sakna
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=