Hauslausi húsvörðuinn

93 Afi hennar hafði bjargað þeim út úr skólanum. Kannski hefði Jonni dáið ef afi hefði ekki látið sjá sig. En Sólveig gat ekki sagt fólki að hún hefði elt hauslausan draug upp á háaloft. Það myndi enginn trúa henni. Hikandi bar hún kaffibollann upp að vörunum og fékk sér lítinn sopa. Hún kreisti aftur augun þegar beiskt bragðið fyllti munninn. „Ætli það sé ekki best að við höldum þessu okkar á milli,“ sagði amma og brosti. Stundum var eins og hún gæti lesið hugsanir Sólveigar. „En almannavarnaflautan. Það heyrðu allir í henni.“ „Já. Þú kveiktir á henni,“ sagði amma án þess að hika. „Ég?“ „Já, já. Höfum það bara þannig. Þú getur sagt að það hafi verið ólæst upp á háaloft og þú hafir sjálf sett flauturnar af

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=