Hauslausi húsvörðuinn

92 pabba þínum mikið áfall og hann fékk erfiðar martraðir. Mamma þín vildi ekki að sama kæmi fyrir þig. Þú spurðir sjaldan um afa þinn þegar þú varst yngri. Þegar spurningar vöknuðu virtist einfaldast að segja þér að hann hefði fengið hjartaáfall. Það er auðvitað satt líka en …“ „En það er ekki allur sannleikurinn.“ „Einmitt. Ég vildi segja þér þetta fyrir löngu. Foreldrum þínum fannst það óþarfi. Afi þinn missti höfuðið og sagan er blóðug og ljót. Jafnvel þótt þetta hafi verið slys. Mamma þín er hins vegar alltaf dauð- hrædd við hurðina.“ „Hún sagði að barn hefði klemmt sig og misst framan af fingrunum.“ „Já. Það gerðist aldrei. Það var bara saga til að hræða þig nóg til þess að þú passaðir þig á hurðinni.“ Um leið og amma hætti að tala varð Sólveig skraufþurr í munninum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=