Hauslausi húsvörðuinn

91 „Hvað gerðist?“ hvíslaði Sólveig en hana grunaði svarið. „Svona heyrði ég söguna frá ganga- vörðunum. Hurðin lenti á hálsi afa þíns og þannig urðu til allar sögurnar um hauslausa húsvörðinn. Það var ekkert glæpsamlegt við þetta. Enginn morðingi með öxi eða svoleiðis rugl. Krakkar geta skáldað alls konar vitleysu í kringum saklausa atburði. Svo hefur hlaðist utan á söguna í gegnum árin. Það hafa verið sett upp leikrit, búnar til draugasögur og jafnvel bíómyndir. Það er nú það sem gerist þegar börnum er ekki sagður allur sannleikurinn. Þau búa bara til sinn eiginn.“ „En af hverju hef ég aldrei heyrt þetta áður?“ „Þetta er óhugnanleg saga, Sólveig mín. Mamma þín fékk að ráða þessu. Þú varst ekki fædd þegar þetta gerðist og pabbi þinn bara lítill drengur. Þetta reyndist

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=