Hauslausi húsvörðuinn

90 „Vissulega. En málið er aðeins flóknara en svo. Veðrið var slæmt daginn sem afi þinn dó. Næstum jafn slæmt og í nótt. Skóladagurinn á enda og börnin á leiðinni heim. Afi þinn stóð vaktina í anddyrinu og aðstoðaði börnin við að komast út. Með honum voru tveir gangaverðir, eins og skólaliðar voru kallaðir í gamla daga. Þau ráku á eftir krökkunum sem voru að klæða sig í skó og úlpur. Afi þinn sá um að opna og loka þungu útidyrunum. Þú veist hvað hurðin er erfið.“ Amma gerði hlé á máli sínu og fékk sér annan sopa af kaffinu. Sólveig hafði enn ekki lyft bollanum sínum enda var öll einbeiting á sögunni hennar ömmu. „Afi þinn var væntanlega orðinn þreyttur. Þegar síðasta barnið var farið heim gaf hjartað sig endanlega. Hann hneig niður í anddyrinu og lenti milli stafs og hurðar. Sterk vindhviða feykti hurðinni aftur og …“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=