Hauslausi húsvörðuinn

89 Lágvært bank barst frá hurðinni og amma stóð upp til að opna. Hún tók við tveimur kaffibollum frá Kristínu. Svo ýtti hún lögregluþjóninum aftur fram áður en hún lokaði dyrunum. Amma rétti Sólveigu sjóðandi heitt kaffið. „Eins og þú veist lést afi þinn áður en þú fæddist.“ „Já, hann fékk hjartaáfall … er það ekki?“ „Einmitt. Hann fékk hjartaáfall.“ Amma dró djúpt andann og fékk sér gúlsopa af brennandi heitu kaffinu. Sólveig skildi ekki af hverju amma brenndi sig aldrei þegar hún drakk kaffið svona heitt. „En var afi minn húsvörður í skólanum? Af hverju vissi ég það ekki?“ „Þetta hefur aldrei verið rætt. Vegna þess hvernig hann lést.“ „En hann fékk hjartaáfall … Þú varst að segja það.“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=