Hauslausi húsvörðuinn
88 Lögreglustöðin „Er allt í lagi með Jonna?“ spurði Sólveig ömmu sína. „Hann jafnar sig vinan. Þeir fluttu hann suður með sjúkraflugi. Hann hefði ekki getað beðið miklu lengur. Þú bjargaðir honum með því að setja gömlu flauturnar af stað.“ „Ég gerði ekki neitt … húsvörðurinn gerði þetta allt.“ „Já, það var gott að hann lét sjá sig blessaður. Hann hefur ekki getað horft upp á ykkur í hættu. Afabörnin hans.“ Sólveig missti andann. Afabörnin? Var húsvörðurinn afi hennar. Afi þeirra Jonna? Hún kom ekki upp orði. Amma strauk hárið frá andliti Sólveigar og brosti. „Jæja, Sólveig mín. Það er víst kominn tími til að segja þér allt um hauslausa húsvörðinn. Eins og þetta gerðist í alvöru.“
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=