Hauslausi húsvörðuinn

7 Nemendur grunnskólans voru ekki nema tíu talsins, á aldrinum 8-15 ára. Tveir kennarar sinntu allri kennslu og nemendum var skipt í tvo fimm manna bekki. Þennan dag hafði kennari yngri hópsins hleypt þeim snemma heim og því voru unglingarnir einir eftir með Tómasi kennara. Hann var þéttvaxinn maður á sextugsaldri. Ágætis karl en alls ekki jafn fyndinn og hann hélt sjálfur. Tómas var ekki bara kennari heldur líka skólastjóri, félagi í björgunarsveitinni og kórstjóri kirkjukórsins. Í litlum bæ sem þessum hafði hver bæjarbúi ótal hlutverk og Tómas gekk í flest störf þegar þörf var á. Hin fimmtán ára Sólveig starði óþolinmóð á klukkuna. Hún gat ekki beðið eftir að komast heim og leggjast undir sæng, opna tölvuna og byrja jólafríið með vinum sínum á Netflix. Foreldrar Sólveigar sögðu hana þjást af unglingaveiki á háu stigi. Svo röfluðu þau endalaust í henni yfir orkuleysi og hangsi. Sú eina sem röflaði

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=