Hauslausi húsvörðuinn

85 Allt í einu heyrðist hávært og skerandi flaut fyrir ofan þau. Flautið var svo hátt að Sólveig greip fyrir eyrun og klemmdi aftur augun. Hávaðinn var óbærilegur og virtist aldrei ætla að hætta. Sólveig mundi nú eftir lúðrunum á þaki skólans! Húsvörðurinn hafði sett þá af stað og nú flautuðu þeir svo hátt að allur bærinn yrði þess var. Björgunarsveitin hlyti að koma. Lögreglan líka og kannski sjúkrabíll. Jonna yrði bjargað. Það yrði allt í lagi. Sólveig fann hvernig hún slakaði á. Hún tók hendurnar frá eyrunum, sem höfðu vanist hvellu hljóðinu. Svo opnaði hún augun. Í köldu myrkrinu fyrir framan hana var bara grár loftkúturinn. Hauslausi húsvörðurinn var horfinn. Sólveig skimaði í kringum sig og sá að hún var alein á háaloftinu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=