Hauslausi húsvörðuinn

83 ótal gömlum lyklum. Í hverju skrefi slógust lyklarnir saman. Takturinn var þungur og dáleiðandi. Skyndilega beygði hann til vinstri. Þau voru ekki á leiðinni niður að starfsmannaganginum. Þess í stað stefndi hann að þröngum stiga sem lá upp á háaloft. Sólveig hugsaði um allar hryllingsmyndirnar þegar heimska stelpan gerir allt sem hún á einmitt ekki að gera. Hún mundi eftir að hafa hrist höfuðið í vantrú, jafnvel hrópað á sjónvarpið. Hér var hún samt, um það bil að elta hauslausan draug, upp á dimmt og drungalegt ris í gamalli skólabyggingu. Efst í tröppunum voru litlar dyr. Sólveig beið á meðan húsvörðurinn fann réttan lykil. Hún elti hann inn og dyrnar lokuðust að baki þeim. Inni var ískalt. Súr og þung lykt fyllti loftið. Dauf birta barst inn um lítinn glugga. Húsvörðurinn hafði allan tímann snúið baki í Sólveigu. Nú sneri hann sér hægt að henni. Svo benti hann með annarri

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=