Hauslausi húsvörðuinn

78 í dúknum. Það varð allt vitlaust. Dúkurinn eyðilagðist og skólastjórinn rukkaði foreldra okkar um bætur.“ Kristín gerði hlé á máli sínu og fékk sér stóran sopa af sódavatni. Hún var greini- lega orðin þreytt á því að reyna að draga söguna upp úr Sólveigu. „Þá veistu það. Það var enginn draugur. Þú varst bara hrædd, sást einhverja skugga og ímyndaðir þér draug í myrkrinu. Ég skil það svo sem en nú þarf ég að fá sannleikann. Spýttu þessu út úr þér krakki. Ég hef ekki endalausan tíma í þetta rugl.“ Krakki … Sólveig hataði þetta orð. Hún var enginn krakki. En það var bara ein fullorðin manneskja sem sá hana ekki sem krakka. Amma í Fjallinu. Um leið var barið fast á hurðina. Kristínu brá. Hún tvísteig áður en hún opnaði dyrnar og inn ruddist holdvot mannvera með hettu yfir andlitinu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=