Hauslausi húsvörðuinn

6 Eins og hvert annað kvef Byrjunin. Ókei, hugsaði Sólveig. Hún spólaði í huganum aftur um tólf klukkustundir. Föstudagur og síðasti skóladagur fyrir jólafrí. Veðrið hafði verið óvenju milt upp á síðkastið. Hvergi snjór nema í efstu toppum fjallanna. Á spegilsléttu hafinu var ekki að sjá að í loft- inu lægi stormur. Óveður sem myndi brjóta hundrað ára gamla bryggjuna í spað. Eftir þennan hræðilega storm myndi Sólveig aldrei líta skólann sömu augum aftur. Skarðshöfn var rólegur og fámennur bær. Áður hafði hann iðað af lífi en þá var bæði nóg af síld og fólki. Nú stóð stóra síldar- vinnslan tóm og neglt var fyrir alla glugga. Sennilega yrðu allir bæjarbúar fluttir á brott innan nokkurra ára. Allir, nema kannski amma Sólveigar sem harðneitaði að kveðja sveitina sína. Sjálf gat Sólveig ekki beðið eftir því að komast í menntaskóla í Reykjavík. Sem lengst í burtu frá Skarðshöfn.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=