Hauslausi húsvörðuinn

77 sig niður. Svo varð hún mildari á svip og fékk sér aftur sæti. „Sko. Sólveig … Það sem þið sáuð var bara skólaverkefni. Stuttmynd nokkurra krakka í tíunda bekk.“ „Og hvernig veistu það? Af hverju er endilega rétt það sem þér finnst en ekki það sem ég sá?“ „Nú, ef einhver ætti að vita það væri það ég! Fyrir mörgum árum bjó ég þetta myndband til með vinum mínum í skólanum.“ Sólveig trúði varla því sem Kristín sagði. Myndbandið sýndi þá ekki alvöru morð. „En höfuðið … og blóðið?“ „Hefurðu aldrei heyrt um brellur? Höfuðið var úr gipsi. Við eyddum heilli önn í myndmennt að föndra hausa og henda þeim niður stigann. Blóðið var meira vandamál. Við reiknuðum ekki með því að matarliturinn myndi festast

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=