Hauslausi húsvörðuinn

76 Sólveig dæsti. Versta nótt lífs hennar yrði í fersku minni að eilífu. Hún gæti aldrei gleymt því sem gerðist. Því sem hún sá. „Þú hlýtur að geta útskýrt hvað þú varst að þvælast þarna ein.“ Sólveig fannst óþægilegt hvað Kristín var orðin æst. Svitinn spratt fram á enni ólétta lögregluþjónsins og hún var staðin upp úr stólnum sínum. „Hvar fékkstu lyklana? Og ekki reyna að selja mér eitthvert kjaftæði um hauslausan húsvörð. Það vita allir að það er bara draugasaga.“ „En myndbandið … við sáum …“ „Trúirðu öllu sem þú sérð í sjónvarpi og bíó?“ Kristín sveiflaði höndunum til að leggja áherslu á orð sín. „Þetta var upptaka úr öryggismyndavél … Þetta gerðist í alvöru!“ Rödd Sólveigar var við það að bresta. Hún sá hvernig Kristín dró djúpt inn andann, eins og til að róa

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=