Hauslausi húsvörðuinn
75 Lögreglustöðin „Hvenær koma foreldrar mínir?“ spurði Sólveig lágum rómi. „Það er snarvitlaust veður, vinan. Bæjarbúum hefur verið skipað að halda sig inni á meðan óveðrið gengur yfir.“ „En ég er bara sextán ára. Það er bannað að yfirheyra mig nema mamma og pabbi séu hérna með mér.“ Sólveig hafði séð nóg af sjónvarpsþáttum til að vita ýmislegt um réttindi sín. „Þetta er nú varla yfirheyrsla,“ sagði lögregluþjónninn og krosslagði hendur. Sólveig sá hvernig Kristín var við það að missa þolinmæðina. „Þú getur samt ekki neytt mig til að segja þér hvað gerðist,“ hnussaði í Sólveigu. „Það er ágætt að fá atburði næturinnar á hreint á meðan þeir eru enn þá í fersku minni.“
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=