Hauslausi húsvörðuinn

74 gæti hún eflaust snert hann. Hauslausa húsvörðinn. Um leið fannst henni eins og loftið yrði þykkara. Lyktin verri. Það varð erfitt að anda. Svo var eins og hann hefði gengið fram hjá henni og fótatakið fjarlægðist á ný. Sólveig opnaði augun og hugmynd skaut niður í höfði hennar. Lyklarnir! Væri hauslausi húsvörðurinn með lykla gæti Sólveig farið inn á starfsmanna- ganginn. Þá kæmist hún út úr skólanum. Hún gæti sótt hjálp! Sólveig dró andann eins djúpt og máttlaus lungun leyfðu. Titrandi andardrátturinn skilaði litlu en Sólveig vissi hvað hún yrði að gera. Skuggi hauslausa húsvarðarins var kominn fyrir hornið og glamrið í lyklunum fjaraði hratt út. Sólveig gekk af stað en ekki í burtu frá fótatakinu heldur í áttina að því. Á eftir húsverðinum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=