Hauslausi húsvörðuinn

72 Regndropi lak frá blautu hárinu og fann sér leið niður hnakka Sólveigar. Ískaldur regndropinn kitlaði á henni hálsinn og hún fann hvernig hvert einasta litla hár reis upp frá húðinni. Sólveig gat ekki staðið þarna inni stundinni lengur og hljóp af stað. Um leið og hún hætti að hlaupa heyrði hún fótatak og lágvært glamur fyrir aftan sig. Þetta hljómaði eins og málmur að skella saman. Lyklar á stórri lyklakippu … Nú hef ég endanlega misst vitið, hugsaði Sólveig. Þetta er bara vindurinn. Stormur- inn býr til þessi hljóð. Ekki lyklar … Sólveig hljóp fyrir hornið og bakkaði að veggnum. Hún kreisti aftur augun. Reyndi að láta sig hverfa inn í myrkrið. Undarlegt lyklaglamrið færðist nær og fótatakið varð þyngra. Augun voru sem límd aftur. Hún gat ekki opnað þau, sama hvað hún reyndi. Það hægðist á fótatakinu og veran var komin alveg að henni. Ef hún teygði út höndina

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=