Hauslausi húsvörðuinn

71 höfðu rifið í sundur útvarpstæki og tengt upp á nýtt. Pabbi kenndi henni að skipta um rafmagnskló þegar hún var aðeins níu ára. Draga rafmagn í vegg þegar hún var 11 ára. Svo einn daginn fékk Sólveig nóg. Pabbi suðaði stanslaust í henni að koma með honum að „græjast“ í skúrnum en hún nennti því ekki. Hún hvæsti á pabba að láta sig í friði. Svo, einn daginn, hætti pabbi að suða. Nú vildi Sólveig óska þess að hún hefði hlustað betur þegar hann sagði henni frá þessu undarlega fyrirbæri á þaki skólans. Sólveig var orðin rennandi blaut í framan þegar hún bakkaði aftur inn í stofuna. Hugs- anir um pabba og Jonna frænda runnu sam- an í eitt og Sólveigu fannst hún ekki geta gert neitt rétt. Kröftugur vindurinn feykti glugganum aftur. Um leið og lætin í storm- inum minnkuðu fannst Sólveigu hún heyra fótatak nálgast. Varla voru stelpurnar komnar strax til baka? Þetta gátu ekki verið þær.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=