Hauslausi húsvörðuinn

70 Lyklaglamur og fótatak Sólveig pírði augun og reyndi að átta sig á gjallarhorninu á þakinu. Hana rámaði óljóst í útskýringar pabba á fyrirbærinu fyrir nokkrum árum. En minningin var í móðu, eins og margar af minningum Sólveigar. Af hverju gat hún ekki hlustað? Jafnvel þó hún hlustaði á foreldra sína gat hún aldrei munað það sem þau sögðu. Stundum leið Sólveigu eins og hún hefði fæðst með tappa í eyrunum. Í hvert sinn sem pabbi byrjaði að tala lokuðust eyrun á henni. Mamma talaði sem betur fer minna. Þær Sólveig gátu þá allavega verið í sama herbergi. Setið saman í þögn, hvor í sínum símanum. Pabba fannst fátt mikilvægara en að kenna Sólveigu allt um gamla og löngu úrelta tækni. Þegar hún var yngri höfðu þau varið öllum stundum saman í bílskúrnum. Þau

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=