Hauslausi húsvörðuinn

5 Lögreglustöðin „Við höfðum auðvitað oft heyrt söguna. Þessa ýktu draugasögu sem átti að hræða krakka í skólaferðalögum en endaði svo alltaf með hlátri og fíflaskap. En við hefðum aldrei getað ímyndað okkur allan hryllinginn sem beið okkar. Allt … blóðið.“ Sólveig hætti að tala og fann hvernig hún þornaði í munninum. Hún leit hikandi á lögregluþjóninn. Svo horfði hún niður á blóðugar ermarnar. „Hvenær má ég fara heim?“ spurði Sólveig þegar hún fann rödd sína aftur. Gæti hún treyst þessari konu fyrir sannleikanum? Myndi einhver trúa því sem hafði gerst? „Þú getur ekki farið alveg strax.“ Lögregluþjónninn rétti henni bréf til að þurrka tárin. „Ekki fyrr en þú hefur sagt mér hvað gerðist hér í nótt. Byrjaðu bara á byrjuninni … “

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=