Hauslausi húsvörðuinn
67 Það var sama hvernig Sólveig reyndi að telja í sig kjark. Hún komst ekki út. Þetta virtist alltaf svo auðvelt í bíómyndunum. Hetjurnar eltu vondu kallana óhikað út á hvassar klettabrúnir. Svo hoppuðu þeir milli húsþaka, stukku yfir gjár og út úr flugvélum. Sólveig var hins vegar frosin af hræðslu. Út um gluggann sá hún ryðgað þakjárnið og sprungurnar í veggjunum. Helvítis gamli skóli, hugsaði Sólveig. Svo rak hún allt í einu augun í einhvers konar kastara á þakinu. Hún bakkaði inn úr stormunum og strauk höndinni yfir veðurbarið andlitið. Hvað var þetta? Varla myndavél og ekki skólabjalla Hún hafði aldrei séð ljós þarna, enda var þetta ekki ljóskastari … Þetta var einhvers konar lúður, … eða gjallarhorn?
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=