Hauslausi húsvörðuinn

64 asnalegu spurningar sem hvarflaði þó vissulega að henni. „Einmitt. Af því að draugar ganga með lykla?“ sagði Olga með kaldhæðnistón í röddinni. „Já, reyndar. Ef það er hauslausi húsvörðurinn. Hann hlýtur að vera með lykla að öllu.“ Olga hristi höfuðið í vantrú. Örlítið samviskubit læddist að Sólveigu fyrir að taka ekki undir með Helgu. Hugmyndin um hauslausan húsvörð var ekki lengur svo fáránleg. Ekki eftir allt sem þau höfðu séð á myndbandinu. „Eru þetta sárabindi?“ spurði Helga og hélt uppi grófum hvítum vöndli. „Nei, þetta er gips. Við notuðum svona í myndlist í fyrra,“ svaraði Sólveig og reyndi að ranghvolfa ekki augunum. Hún gekk að útvegg stofunnar þar sem tveir gluggar sneru út að götunni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=