Hauslausi húsvörðuinn

58 Skerandi pískur og fliss tvíburanna barst fyrir hornið. Sólveig fann léttinn færast yfir sig. Samstundis byrjaði reiðin að ólga. „Eruði að djóka?“ kallaði Sólveig á systurnar. „Hvað?“ heyrðist í Olgu á móti með hneykslunartón í röddinni sem gerði Sólveigu enn pirraðri. Þær voru komnar alveg að Sólveigu. Augun voru farin að venjast myrkrinu. Ef hún pírði augun gat hún greint Olgu hægra megin og Helgu til vinstri. „Þarftu að spyrja? Frændi minn er að deyja! Þið áttuð að finna sárabindi en hlaupið í staðinn um gangana í hláturskasti. Er ykkur alveg drullusama um Jonna?“ Sólveig var svo reið að það sauð á henni. Hún fann hvernig blóðið frussaðist fram í hendurnar sem krepptust ósjálfrátt saman í hnefa. Hún hafði aldrei lent í slag en á þessari sekúndu langaði hana ekkert meira

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=