Hauslausi húsvörðuinn

57 sem jafningja. Amma hafði trú á Sólveigu. Nú þurfti Sólveig bara að hafa trú á sjálfri sér. Einhvers staðar hlaut að vera útgangur. Kannski gæti hún fundið opinn glugga og troðið sér út. Sólveig sneri við og gekk ákveðin að gömlu álmunni sem var algjörlega myrkvuð. Um leið blótaði hún Tómasi í huganum fyrir hafa bara ljós í matsalnum, tveimur kennslustofum, starfsmannaganginum og kaffistofunni. Allt í einu fannst Sólveigu hún sjá daufan skugga hreyfast við enda gangsins. Hún fraus í sporunum. Í huganum sá hún hvernig skuggaveran hafði staðnæmst í tröppunum og starað fram fyrir sig áður en … Hjarta Sólveigar sló hraðar og hraðar. „Halló,“ kallaði hún hikandi röddu. „Er einhver þarna?“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=