Hauslausi húsvörðuinn

55 Í smástund langaði Sólveigu að setjast á gólfið og leyfa tárunum að streyma fram en tíminn var naumur. Jonni var illa haldinn og yrði að komast á spítala. Hún hljóp eftir ganginum og leitaði að glugga sem hægt væri að opna en án árangurs. Því fleiri glugga sem hún reyndi að opna, því hraðar sló hjartað. Sólveig tók á rás í átt að starfsmanna­ ganginum. Dyrnar að ganginum voru hins vegar harðlæstar. Henni leið eins og bæði lungun væru við það að springa. Nú myndi pabbi reyna að „stappa í hana stálinu“. Þetta orðatiltæki fór alltaf í taug- arnar á Sólveigu. Amma í Fjallinu myndi segja að þess þyrfti alls ekki, Sólveig væri nefnilega sjálf úr stáli. Svo gæfi hún henni rótsterkt kaffi sem Sólveig myndi drekka eins hratt og hún gæti, um leið og það væri orðið nógu kalt. Kaffið var ógeðslegt en Sólveigu var alveg sama. Henni þótti vænt um hvernig gamla konan leit á hana

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=