Hauslausi húsvörðuinn
54 Tíminn er naumur Sólveig varð að komast út. Út og á spítalann. Hún varð að sækja hjálp fyrir frænda sinn sem lá fölur á gólfinu. Hún skildi Sesar eftir hjá Jonna og hljóp út úr matsalnum, út ganginn, til hægri fram hjá fatahenginu og að stórri útidyrahurðinni. Regnið lamdi gluggana og það var augljóst að úti var brjálaður stormur. Mannskaðaveður eins og amma í Fjallinu myndi segja. Þau hefðu bara átt að hlýða Tómasi. Fara heim. En það var of seint að hugsa um það núna. Sólveig greip ákveðin í hurðina. Tvíburasysturnar réðu líklega ekki við þunga hurðina á móti sterkum vindinum. En það var alveg sama hvað Sólveig ýtti fast. Hurðin bifaðist ekki. Ekki agnarögn.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=