Hauslausi húsvörðuinn

49 „Sól … veig. Sjá … ðu,“ stamaði Jonni með áþreifanlegan ótta í röddinni. Sesar losaði takið og sneri sér að Jonna. „Hvað,“ hvæsti Sólveig að frænda sínum. Gat hann aldrei gefið henni smá frið? Sólveig tók andköf. Þarna lá Jonni á gólfinu með báðar hendur á maganum. Hann lyfti þeim hægt og ljósbrún peysan blasti við, lituð eldrauðu blóði. Vasahnífurinn var á bólakafi í kviðnum. Hnífurinn hafði verið í hönd Sólveigar þegar þau duttu niður stigann. Henni snögghitnaði í andlitinu. „Nei … Jonni. Fy … fyrirg … gefðu, ég ætlaði ekki …“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=