Hauslausi húsvörðuinn
46 Hann var svo nálægt henni að hún gat heyrt hann anda og … Allt í einu heyrðu þau dauft hljóð fyrir aftan sig. Þrusk og fótatak. Í ofboði hlupu þau beina leið upp tröppurnar. Fótatakið nálgaðist hratt. Sólveig hélt niðri í sér andanum. Hvað ef þetta var hauslausi húsvörðurinn? Eða sá sem hjó af honum hausinn? Undarlegir skuggar birtust neðst í tröppunum og Sólveig hélt niðri í sér andanum. Sesar stóð þétt upp við hana og Jonni var einni tröppu neðar. Hjartað sló trylltan takt í brjósti Sólveigar. Hún gat ómögulega staðið kyrr í þröngri tröppunni. Ótti og spenna blönduðust saman og í ofanálag var Sólveig allt í einu alveg í spreng. Þetta var ekki góður tími til að þurfa að fara á klósettið! Hún iðaði og rak sig laust í Sesar sem leit á hana með súkkulaðibrúnu augunum sínum.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=