Hauslausi húsvörðuinn

44 „Gagnast ekki mikið núna, er það?“ Listinn losnaði frá veggnum og Sesar beygði sig nær. Vonbrigðin leyndu sér ekki. Bak við listann voru bara örlítil óhreinindi. Sesar lokaði hnífnum og setti hann aftur í vasann. Sólveig sá hvernig gólfdúkurinn virtist skærgulur upp við hvítan vegginn. Hann var reyndar óvenju gulur hjá tröppunum miðað við annars staðar í matsalnum. Sólveig leit niður og sá skörp skil í gólfdúknum. Undir vinstri fæti hennar var dúkurinn rispaður og gamall. Undir þeim hægri virtist hann mun nýlegri. „Strákar! Sjáiði! Hluti gólfdúksins hefur verið skorinn í burtu,“ sagði Sólveig og teygði lófann að Sesari. Þegjandi og hljóðalaust rétti hann hnífinn til hennar og Sólveig lagðist á hnén við fyrstu tröppuna. Flugbeittur hnífurinn rann auðveldlega undir dúkinn. Sesar beygði sig yfir öxlina á Sólveigu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=