Hauslausi húsvörðuinn

43 Þau gengu hikandi í gegnum matsalinn. Öll ljós voru kveikt en Sólveig sá að úti hafði þykknað upp og það hafði snögg- dimmt. Veðrið hafði greinilega versnað mikið. Tröppurnar blöstu við og Sólveigu hryllti við tilhugsuninni um hauslausa húsvörðinn. Sesar var fyrstur að tröpp- unum og rétti út hendurnar, eins og til að stoppa Sólveigu og Jonna. „Það eru örugglega storknaðir blóðdropar hérna.“ Sesar beygði sig niður að gólf- listanum. Hann dró upp vasahníf og byrjaði að kroppa í listann. „Já, einmitt. Auðvitað gengur þú með hníf á þér,“ sagði Jonni og tók skref aftur á bak. „Bíddu, ert þú ekki skáti eða eitthvað? Eitt sinn viðbúinn skilurðu, þú ættir kannski að hugsa um það sjálfur. „Gaur, ég á sko alveg hníf. Hann er bara heima.“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=