Hauslausi húsvörðuinn

42 Fyrirgefðu, ég ætlaði ekki … Í matsalnum hafði ýmislegt breyst frá árinu 1995. Margt var þó eins og á mynd- bandinu. Þykk leiktjöldin á sviðinu höfðu líklega hangið á sínum stað frá stofnun skólans. Að minnsta kosti miðað við allt rykið sem þyrlaðist upp ef einhver rak sig í þau. Ljósguli dúkurinn á gólfinu var bónaður árlega en reglulegt viðhald gat ekki falið áratuga langa notkun. Gólfið var alsett djúpum rispum. Þarna hafði hver kynslóð laumast inn með með sína tegund af farartæki: reiðhjól, hjólaskauta, hjóla- bretti, línuskauta og hlaupahjól. Nýjasta tækið til að þjóta um matsalinn í leyfisleysi var rafknúna svifbrettið hans Sesars. Þrisvar sinnum hafði Tómas sent hann til skólastjórans, sem var auðvitað Tómas sjálfur og öll viðhöfnin því hálf hallærisleg.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=