Hauslausi húsvörðuinn

39 Tvíburasysturnar æptu, Jonni greip fyrir augun og Sólveig hélt annarri hendinni fyrir galopnum munninum. „Vá, kúl,“ heyrðist í Sesari. „Þarna er morðinginn.“ Þau horfðu agndofa á dökkklæddu manneskjuna toga líkið upp tröppurnar, skref fyrir skref. Sólveig gat ekki horft á meira. Þau spóluðu áfram. Í þrjá tíma gerðist ekkert. Enginn kom aftur niður tröppurnar. Aldrei mætti lögreglan eins og Sólveig vonaði svo heitt. Skyndilega stoppaði klukkan og allt varð svart. Jonni ýtti á eject-takkann og sá að spólan var búin. „Er eitthvað hinum megin?“ spurði Sesar óþreyjufullur. „Hinum megin?“ spurði Sólveig undrandi. „Já, þú veist, það eru alltaf tvær hliðar á kasettum. Já, og plötum og öllu svona gömlu.“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=