Hauslausi húsvörðuinn
38 „Eh, ekki í alvöru samt. Bara á spólu sko,“ hnussaði í Sesari. Sólveig skildi ekki af hverju hún var skotin í honum. Hann var algjör bjáni. En hann var bara svo sætur bjáni. Sólveig gróf sig dýpra inn í hettupeysuna. Hún reyndi að gleyma því sem hún hafði séð. Opnum hálsinum og dökku blóðinu sem var loks hætt að renna á skjánum. Risastór pollur umlukti búkinn líkt og hringlaga teppi. Hún hryllti sig og nuddaði augun. „Hvað er á restinni af spólunni? Kannski kemur löggan,“ sagði Sólveig vongóð og Jonni spólaði áfram. Í tæpan klukkutíma lá höfuðlaust líkið á gólfinu en svo sáu þau hreyfingu á skjánum. Niður tröppurnar gekk dökkklædd manneskja. Hún staðnæmdist við líflausan skrokkinn og greip um fæturna á honum og dró hann af stað í átt að tröppunum.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=