Hauslausi húsvörðuinn
37 Komum heim „Þetta var rosalegt maður,“ heyrðist í Sesari. Sólveigu fannst hann óþægilega spenntur yfir höfuðlausum manninum á skjánum. „Ha? Var sem sagt í alvöru húsvörður í skólanum sem missti hausinn?“ sagði Olga. Hún rifjaði upp fyrir þeim söguna um hauslausa húsvörðinn. Eina af ótal drauga- sögum sem þau höfðu heyrt í gegnum árin. Jonni svaraði án þess að blikna. „Fólk missir ekki höfuðið, það er afhöfðað. Einhver hjó höfuðið af manninum. Í tröppunum. Í skólanum okkar.“ „Sáuði gaurinn standa þarna eins og hauslaus hæna og svo bara, dúnk í gólfið.“ Sesar hló hátt. „Finnst þér þetta fyndið?“ spurði Jonni og fiktaði í vídjótækinu. „Við sáum manneskju deyja í skólanum okkar.“
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=