Hauslausi húsvörðuinn
32 „Já, Sólveig, það er líklega rétt hjá þér,“ sagði Jonni og reyndi að brosa. „Eðlilegasta útskýringin er yfirleitt sú rétta. „Glætan!“ heyrðist í Olgu. „Draugurinn stendur bara grafkyrr í miðjum mat- salnum. Það er ekkert eðlilegt við þetta!“ Sólveig og Jonni horfðu vantrúa á skugga- veruna sem sneri baki í myndavélina á miðju gólfinu. „Oh, ég vildi að það væri ekki svona dimmt. Þá gætum við séð hann betur,“ sagði Helga og Olga tók undir. „Er ekki hægt að súmma á þessu drasli,“ spurði Sesar og gekk að vídeótækinu. Hann renndi fingrunum yfir rykuga takkana í leit að einhverju sem minnti á zoom-takka. „Djöfuls drasl.“ „Bíddu, á hvað ýttirðu? Gaurinn er horfinn!“ sagði Olga hissa.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=