Hauslausi húsvörðuinn

27 tilgangi upptakan þjónaði eða til hvers spólan hafði verið geymd. „Það er ekkert að frétta hérna,“ sagði Olga og krosslagði handleggina. „Jú mar. Það er snilld að geta séð skólann eins og hann var. Sko, áður en við fæddumst! Sjáðu gluggatjöldin. Vá, hvað þau eru skræpótt,“ sagði Jonni og brosti. Sólveigu fannst frændi sinn stundum óþolandi jákvæður. Hún var samt innilega sammála. Það var eitthvað forvitnilegt við að kíkja svona aftur í tímann. „En af hverju stendur „ekki taka yfir“ á spólunni? Það gerist ekkert spennandi,“ spurði Olga. Sesar yppti öxlum og gerði sig líklegan til að opna tölvuna sína aftur. „Spólum aðeins áfram,“ sagði Sólveig og gaf frænda sínum gott olnbogaskot. Hann lét undan og ýtti á hnapp á vídeótækinu. Þau fylgdust með á skjánum á meðan myndin þaut áfram á margföldum hraða.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=