Hauslausi húsvörðuinn

25 og skjárinn fylltist af hvítum kornum sem minntu helst á snjóbyl. Hávært suðið var ærandi og Sesar þoldi greinilega ekki meira. „Hvar er fjandans fjarstýringin? Gaur, lækkaðu í þessu!“ „Það er engin fjarstýring. Þetta er gamaldags dót,“ heyrðist í Jonna sem lækkaði í sjón- varpinu með hnappi á hlið sjónvarpskjásins. Eftir nokkrar mínútur af fikti ákvað Sólveig að koma frænda sínum til hjálpar. Ef henni tækist að koma rykföllnum forngripnum í gang myndi Sesar kannski taka eftir henni. „Leyfðu mér,“ sagði hún og stjakaði frænda sínum til hliðar. Svo leit hún á Sesar og brosti. „Þetta getur ekki verið svo flókið.“ Með fumlausum hreyfingum tengdi Sólveig eina snúruna úr vídeótækinu í rafmagns- tengil á veggnum. Þrjár litlar snúrur, hver í sínum lit, smullu í bakhlið sjónvarpsins. Grænt ljós birtist á vídeótækinu og Sólveig smeygði spólunni varlega inn. Hún fann

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=