Hauslausi húsvörðuinn
18 „Nei, þetta verður fyrsta barnið mitt,“ sagði konan og strauk lófanum yfir stóra kúluna. Svo brosti hún breitt og Sólveig ranghvolfdi augunum. „Ókei. Þú veist það þá ekki enn þá … en krakkar hlýða ekki alltaf því sem fullorðnir segja.“ „En, þetta voru skýr fyrirmæli frá kennar- anum ykkar!“ Lögregluþjónninn talaði eins og hún hefði ekki skilið Sólveigu. „Hraðaskiltin eru líka mjög skýr. 90 kílómetra hámarkshraði. Samt keyrir fólk á 110. Fólk gerir yfirleitt bara það sem það vill. Og við vildum ekki fara heim.“ „Þið hefðuð kannski betur gert eins og ykkur var sagt!“ Sólveig gat engu svarað. Ólétta konan hafði rétt fyrir sér. Sólveig dró djúpt inn andann og hélt áfram að rifja upp atburði síðasta sólarhrings.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=