Hauslausi húsvörðuinn

15 „Gaur!“ sagði Sólveig og hvessti á hann augunum. „Oh, ókei þá.“ Hann sparkaði af sér skónum og henti töskunni til hliðar. Við enda gangsins var gömul gluggalaus geymsla sem breytt hafði verið í bíósal. Í þröngu og dimmu rýminu mátti greina gamlan leðursófa, slitnar dýnur og túbusjónvarp frá því einhvern tíma á síðustu öld. Undir sjónvarpinu var gamalt VHS-vídeótæki. Rykfallnar vídeóspólur fylltu stóra hillu frá gólfi og upp í loft. Sesar dró fartölvuna sína upp úr töskunni, kveikti á bíómynd og kom sér vel fyrir.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=