Hauslausi húsvörðuinn

14 og blár fyrir utan nokkra skýjabólstra í fjarska. „Hei krakkar,“ heyrðist í Sesari fyrir aftan hana. „Við erum reyndar ein hérna!“ „Og hvað?“ spurði Jonni og hélt áfram að reima skóna sína. „Nei, bara … við erum alein í skólanum,“ sagði Sesar og blikkaði Sólveigu. Hún reyndi hvað hún gat að roðna ekki en fann hvernig andlitið logaði. Olga stökk eins og liðugur köttur í átt að Sesari. „Komum í bíósalinn!“ sagði hún og teymdi hann á eftir sér. Helga elti þau inn eftir löngum ganginum. Sólveig fann hvernig kitlið í maganum breyttist í þunga tilfinningu. Hún vissi vel að Olga var hrifin af Sesari. Það fór ekki fram hjá neinum. En þessi smápía fengi ekki að komast upp með neitt á meðan Sólveig væri nálægt. Hún leit á Jonna sem reyndi að ýta upp þungri útidyrahurðinni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=