Hauslausi húsvörðuinn

13 af Sesari í dyrunum. Þau gengu fram á gang og tvíburasysturnar fylgdu á eftir. „Ætli það sé í alvöru stormur á leiðinni?“ spurði Jonni á meðan Sólveig smeygði sér í skóna. „Bíddu, er ég einhver veðurfréttakona?“ spurði Sólveig pirruð. Svo sá hún strax eftir því hvernig hún hafði svarað. „Ég meina … mér sýnist veðrið fínt sko.“ Hún horfði út um þykkt glerið á útidyra- hurðinni. Gamla hurðin var svo þung og stíf að Sólveig gat ekki hreyft hana sjálf fyrr en hún varð tólf ára. Mamma hafði einu sinni sagt henni frá barni sem klemmdi sig illa á hurðinni. Barnið hafði misst framan af þremur fingrum og þurft að fara á spítala. Kannski þess vegna hafði Sólveig ekki viljað opna dyrnar sjálf svona lengi. Sólveig sá að fánastöngin á skólalóðinni hreyfðist ekki neitt. Himinninn var heiður

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=