Hauslausi húsvörðuinn

12 „Hvaða stormur?“ sagði Sólveig og teygði höfuðið út um opinn gluggann. Risastór öspin á skólalóðinni bærðist varla og örsmáar öldur gældu við bryggjuna. „Það er blankalogn. Þetta er eitthvað rugl í Tómasi. Hann hefur bara ekki nennt að vera lengur í vinnunni,“ sagði Jonni og hló. „Ég er allavega farinn,“ sagði Sesar og greip hálftóma skólatöskuna sína af gólfinu. Svo blés hann hárinu burt úr augunum áður en hann spurði hópinn: „ætliði að hanga hér í allan dag?“ Sólveig fékk alltaf kitl í magann þegar Sesar horfði á hana. Hann var svo óþolandi sætur með krullurnar fram á ennið. Þegar það glitti í brúnu augun og löng og dökk augnhárin magnaðist kitlið og varð næstum óbærilegt. „Já, komum,“ sagði Sólveig og sló í öxlina á Jonna án þess að slíta augun

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=