Hauslausi húsvörðuinn

10 sem hún sá tvíburana. Olga og Helga voru tveimur árum yngri en Sólveig og höfðu nýlega uppgötvað allar heimsins snyrtivörur … í einu. Þykkt lag af meiki myndaði brúna grímu á andlitum þeirra. Augabrúnirnar voru teiknaðar í allt of dökkum lit. Sólveig var með hálfgert ofnæmi fyrir gelgjum og Olga og Helga voru mestu gelgjur í heimi. Við útvegginn sat Sesar með fæturna uppi á borði. Hann var með heyrnatól í eyrunum. Þau áttu víst að hjálpa honum að einbeita sér í tíma. Sólveigu sýndist hann bara einbeita sér að því að horfa upp í loft. Hún tók eftir því hvernig dökkt hárið hans krullaðist fram á brúnt ennið. Orðið „ómótstæðilegur“ flæktist um í höfði Sólveigar. Allt í einu leit Sesar í átt til hennar. Sólveig fann hvernig blóðið rauk fram í kinnarnar. Hún starði niður á borðið og vonaði að hann sæi ekki á henni hvað hún hafði hugsað.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=