Hauslausi húsvörðuinn

8 ekki var amma í Fjallinu, eins og Sólveig kallaði hana. Amma í Fjallinu hafði meiri samúð og skildi allt. Hún sagði unglings- árin hrikalegan andskota sem best væri að harka af sér eins og hvert annað kvef. Skólastofan var rúmgóð og í raun allt of stór fyrir unglingana fimm. Þau höfðu reynt að gera stofuna notalegri með því að hengja upp úrklippur og myndir. Fyrir ofan töfluna voru Íslandskort og gömul heimskort í röðum. Í skólanum voru reyndar hvorki skjávarpar eða tölvur. Tómasi þótti öruggara að nota „þráðlausar græjur“ eins og hann kallaði töfluna og kortin. Það var oft vesen á rafmagninu og hitanum í eldgömlu skólahúsinu. Í hvert sinn sem mörg tæki voru í gangi í einu sló rafmagninu út í öllu húsinu. Það var því vonlaust að treysta á tæknina. Í skólanum var ekki lengur starfandi húsvörður, en Tómas sinnti viðhaldi í skólanum þegar hann mátti vera að því. Skólahúsið lá undir skemmdum og hver einasti veggur

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=