Handbók í textíl

96 Ýmsar textílaðferðir Efni og áhöld – stimpill – stimpildýna: þunnur svampur á pappírsdisk – þrykklitur fyrir textíl – bómullarefni – þrykkborð: breiðið úr þunnt slétt filtefni eða teppi á borð og hyljið með plasti. Leggið efni yfir (t.d. plastdúk) og límið kantana niður með límbandi. – pappír – dagblöð Stimpilþrykk Stimpilþrykk er einfaldasta þrykkaðferðin til að færa munstur yfir á efni. Í nánasta umhverfi er að finna allskyns hluti sem nota má sem stimpla, t.d. flöskutappar, trékubbar, tvinnakefli og mismunandi plöntuhlutar mynda líka skemmtileg munstur. Paprika og laukur, skorin til helminga, koma á óvart sem stimplar. Það sama á við ef einfaldar fígúrur eru skornar út í hálfa kartöflu. Náttúrulegir stimplar mynda skýra en jafnframt lifandi eftirmynd á efni. Stimpilþrykk 1. Búið til stimpil. Sníðið stykki úr bómullarefni og strauið. Skipuleggið hvar þrykkið á að koma á efnið. 2. Staðsetjið merkingar með blýanti og jöfnu millibili meðfram efnisköntum. Festið títuprjóna við merkingar og spennið tvinna á milli þeirra til að móta fyrir beinum línum. 3. Hellið lit á stimpildýnu (þunnur svampur á disk) og látið svampinn draga í sig litinn. 4. Þrýstið stimplinum létt á dýnuna. Athugið hvort liturinn hafi dreifst jafnt yfir stimpilinn. 5. Þrýstið stimplinum á efni sem liggur á þrykkborði. 6. Látið efnið þorna. Leggið pappír ofan á efnið og strauið yfir. Klippið út fígúru í bylgjupappír eða í þunna korkplötu og límið á trékubb. Einnig má fá fram skemmileg munstur með því að líma tannstöngla, bandspotta eða blúndubúta á trékubb.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=