Handbók í textíl

92 Óreglulegir bútar á grunni – crazyaðferðin Þegar unnið er með óreglulega og margskonar efnisbúta (crazyaðferð) í sama stykkinu er mögulegt að hleypa hugmyndafluginu frjálsu. Hvorki þarf að huga að þráðréttu né leggja mikla vinnu í samsetningar-, sníða- eða saumavinnu. Hefðbundið er að nota restar af fallegum silki- og satínefnum, einlitum eða munstruðum og jafnvel sauma út í þau. Einnig má nýta gamlar ljósmyndir, bönd og borða í bland við efnisbúta sem rekja má minningar til. 1. Sníðið tvö stykki sem eru aðeins stærri en áætluð stærð á tilbúnu verki, eitt úr straulími með límhlið báðum megin og hitt þéttofið grunnefni. Setjið grunnefnið á straubretti, leggið límhlið straulímsins ofan á efnið og smjörpappír yfir og strauið. 3. Saumið niður kanta efnisbúta með skrautsaumum í saumavél. Einnig er hægt að sauma kringum bútana með ýmsum útsaumssporum í mismunandi litum eða nota bönd og borða. 2. Losið pappírinn af straulíminu og dreifið efnisbútunum yfir límflötinn. Látið bútana skarast aðeins þannig að ekki sjáist í grunnefnið. Leggið smjörpappír yfir og strauið. pressa

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=