Handbók í textíl

90 Efni og áhöld – bútar af bómullarefni – pappír fyrir skapalón, blýantur, sirkill og gráðuskífa – límband – tvinni og saumnál – skæri – vattfylling og bjalla 72° Pappaspjald Pappaspjald Handsaumaðir sexhyrningar Ýmislegt er hægt að búa til úr sexhyrningum eins og blóm og bolta. Ef saumaðir eru saman sjö sexhyrningar, einn í miðju og hinir í kring, lítur verkið út eins og blóm þegar það liggur flatt. Ef saumaðir eru saman tólf fimmhyrningar á öllum köntum og hver við annan er hægt að búa til kringlóttan bolta. Til að halda formunum útstrekktum á meðan þau eru saumuð saman er notað pappírsskapalón til stuðnings. Skapalónið er fjarlægt þegar lokið er við að sauma. Mjúkur bolti 1. Búið til skapalón fyrir fimmhyrning: teiknið hring sem er með 4 cm radíus á pappír. Teiknið fimmhyrning inn í hringinn með því að mæla fyrir fimm punktum með 72° horni. Klippið út 12 jafnstóra fimmhyrninga í pappír. 2. Búið til stærra pappírssnið til að sníða í efni: bætið við 1,5 cm saumförum á öllum fimm hliðum á fyrsta pappírsskapalóninu. 3. Veljið efni og strauið. Notið nýja skapalónið með saumförum og teiknið meðfram með blýanti á röngu efnanna. Klippið út efnisbútana.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=